Add parallel Print Page Options

92 Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,

að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur

á tístrengjað hljóðfæri og hörpu með strengjaleik gígjunnar.

Þú hefir glatt mig, Drottinn, með dáð þinni, yfir handaverkum þínum fagna ég.

Hversu mikil eru verk þín, Drottinn, harla djúpar hugsanir þínar.

Fíflið eitt skilur eigi, og fáráðlingurinn einn skynjar eigi þetta.

Þegar óguðlegir greru sem gras og allir illgjörðamennirnir blómguðust, þá var það til þess að þeir skyldu afmáðir verða að eilífu,

en þú sem ert á hæðum, ert til að eilífu, Drottinn.

Því sjá, óvinir þínir, Drottinn, því sjá, óvinir þínir farast, allir illgjörðamennirnir tvístrast.

10 En mig lætur þú bera hornið hátt eins og vísundinn, mig hressir þú með ferskri olíu.

11 Auga mitt lítur með gleði á fjandmenn mína, eyra mitt heyrir með gleði um níðingana, er rísa gegn mér.

12 Hinir réttlátu gróa sem pálminn, vaxa sem sedrustréð á Líbanon.

13 Þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, gróa í forgörðum Guðs vors.

14 Jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt, þeir eru safamiklir og grænir.

15 Þeir kunngjöra, að Drottinn er réttlátur, klettur minn, sem ekkert ranglæti er hjá.

Psalm 92[a]

A psalm. A song. For the Sabbath day.

It is good to praise the Lord
    and make music(A) to your name,(B) O Most High,(C)
proclaiming your love in the morning(D)
    and your faithfulness at night,
to the music of the ten-stringed lyre(E)
    and the melody of the harp.(F)

For you make me glad by your deeds, Lord;
    I sing for joy(G) at what your hands have done.(H)
How great are your works,(I) Lord,
    how profound your thoughts!(J)
Senseless people(K) do not know,
    fools do not understand,
that though the wicked spring up like grass
    and all evildoers flourish,
    they will be destroyed forever.(L)

But you, Lord, are forever exalted.

For surely your enemies(M), Lord,
    surely your enemies will perish;
    all evildoers will be scattered.(N)
10 You have exalted my horn[b](O) like that of a wild ox;(P)
    fine oils(Q) have been poured on me.
11 My eyes have seen the defeat of my adversaries;
    my ears have heard the rout of my wicked foes.(R)

12 The righteous will flourish(S) like a palm tree,
    they will grow like a cedar of Lebanon;(T)
13 planted in the house of the Lord,
    they will flourish in the courts of our God.(U)
14 They will still bear fruit(V) in old age,
    they will stay fresh and green,
15 proclaiming, “The Lord is upright;
    he is my Rock, and there is no wickedness in him.(W)

Footnotes

  1. Psalm 92:1 In Hebrew texts 92:1-15 is numbered 92:2-16.
  2. Psalm 92:10 Horn here symbolizes strength.