Add parallel Print Page Options

57 Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Miktam eftir Davíð, þá er hann flýði inn í hellinn fyrir Sál.

Ver mér náðugur, ó Guð, ver mér náðugur! Því að hjá þér leitar sál mín hælis, og í skugga vængja þinna vil ég hælis leita, uns voðinn er liðinn hjá.

Ég hrópa til Guðs, hins hæsta, þess Guðs, er kemur öllu vel til vegar fyrir mig.

Hann sendir af himni og hjálpar mér, þegar sá er kremur mig spottar. [Sela] Guð sendir náð sína og trúfesti.

Ég verð að liggja meðal ljóna, er eldi fnæsa. Tennur þeirra eru spjót og örvar, og tungur þeirra eru bitur sverð.

Sýn þig himnum hærri, ó Guð, dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina!

Þeir hafa lagt net fyrir fætur mína, sál mín er beygð. Þeir hafa grafið gryfju fyrir framan mig, sjálfir falla þeir í hana. [Sela]

Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, hjarta mitt er stöðugt, ég vil syngja og leika.

Vakna þú, sál mín, vakna þú, harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann.

10 Ég vil lofa þig meðal lýðanna, Drottinn, vegsama þig meðal þjóðanna,

11 því að miskunn þín nær til himna og trúfesti þín til skýjanna.

12 Sýn þig himnum hærri, ó Guð, dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina.

Psalm 57[a](A)

For the director of music. To the tune of “Do Not Destroy.” Of David. A miktam.[b] When he had fled from Saul into the cave.(B)

Have mercy on me, my God, have mercy on me,
    for in you I take refuge.(C)
I will take refuge in the shadow of your wings(D)
    until the disaster has passed.(E)

I cry out to God Most High,
    to God, who vindicates me.(F)
He sends from heaven and saves me,(G)
    rebuking those who hotly pursue me—[c](H)
    God sends forth his love and his faithfulness.(I)

I am in the midst of lions;(J)
    I am forced to dwell among ravenous beasts—
men whose teeth are spears and arrows,
    whose tongues are sharp swords.(K)

Be exalted, O God, above the heavens;
    let your glory be over all the earth.(L)

They spread a net for my feet(M)
    I was bowed down(N) in distress.
They dug a pit(O) in my path—
    but they have fallen into it themselves.(P)

My heart, O God, is steadfast,
    my heart is steadfast;(Q)
    I will sing and make music.
Awake, my soul!
    Awake, harp and lyre!(R)
    I will awaken the dawn.

I will praise you, Lord, among the nations;
    I will sing of you among the peoples.
10 For great is your love, reaching to the heavens;
    your faithfulness reaches to the skies.(S)

11 Be exalted, O God, above the heavens;(T)
    let your glory be over all the earth.(U)

Footnotes

  1. Psalm 57:1 In Hebrew texts 57:1-11 is numbered 57:2-12.
  2. Psalm 57:1 Title: Probably a literary or musical term
  3. Psalm 57:3 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here and at the end of verse 6.