Add parallel Print Page Options

37 Já, yfir þessu titrar hjarta mitt og hrökkur upp úr stað sínum.

Heyrið, heyrið drunur raddar hans og hvininn, sem út fer af munni hans.

Undir öllum himninum lætur hann eldinguna þjóta og leiftur sitt út á jaðra jarðarinnar.

Á eftir því kemur öskrandi skrugga, hann þrumar með sinni tignarlegu raust og heldur eldingunum ekki aftur, þá er raust hans lætur til sín heyra.

Guð þrumar undursamlega með raust sinni, hann sem gjörir mikla hluti, er vér eigi skiljum.

Því að hann segir við snjóinn: "Fall þú á jörðina," og eins við hellirigninguna og hennar dynjandi helliskúrir.

Hann innsiglar hönd sérhvers manns, til þess að allir menn viðurkenni verk hans.

Þá fara villidýrin í fylgsni sín og hvílast í bælum sínum.

Stormurinn kemur úr forðabúrinu og kuldinn af norðanvindunum.

10 Fyrir andgust Guðs verður ísinn til, og víð vötnin eru lögð í læðing.

11 Hann hleður skýin vætu, tvístrar leifturskýi sínu víðsvegar.

12 En það snýst í allar áttir, eftir því sem hann leiðir það, til þess að það framkvæmi allt það er hann býður því, á yfirborði allrar jarðarinnar.

13 Hann lætur því ljósta niður, hvort sem það er til hirtingar eða til að vökva jörðina eða til að blessa hana.

14 Hlýð þú á þetta, Job, stattu kyrr og gef gaum að dásemdum Guðs.

15 Skilur þú, hvernig Guð felur þeim hlutverk þeirra og lætur leiftur skýja sinna skína?

16 Skilur þú, hvernig skýin svífa, dásemdir hans, sem fullkominn er að vísdómi,

17 þú, sem fötin hitna á, þá er jörðin mókir í sunnanmollu?

18 Þenur þú út með honum heiðhimininn, sem fastur er eins og steyptur spegill?

19 Kenn oss, hvað vér eigum að segja við hann! Vér megnum ekkert fram að færa fyrir myrkri.

20 Á að segja honum, að ég ætli að tala? Eða hefir nokkur sagt, að hann óski að verða gjöreyddur?

21 Og nú sjá menn að sönnu ekki ljósið, sem skín skært að skýjabaki, en vindurinn þýtur áfram og sópar skýjunum burt.

22 Gullið kemur úr norðri, um Guð lykur ógurlegur ljómi.

23 Vér náum eigi til hins Almáttka, til hans, sem er mikill að mætti. En réttinn og hið fulla réttlæti vanrækir hann ekki.

24 Fyrir því óttast mennirnir hann, en hann lítur ekki við neinum sjálfbirgingum.

37 “At this my heart pounds(A)
    and leaps from its place.
Listen!(B) Listen to the roar of his voice,(C)
    to the rumbling that comes from his mouth.(D)
He unleashes his lightning(E) beneath the whole heaven
    and sends it to the ends of the earth.(F)
After that comes the sound of his roar;
    he thunders(G) with his majestic voice.(H)
When his voice resounds,
    he holds nothing back.
God’s voice thunders(I) in marvelous ways;(J)
    he does great things beyond our understanding.(K)
He says to the snow,(L) ‘Fall on the earth,’
    and to the rain shower, ‘Be a mighty downpour.’(M)
So that everyone he has made may know his work,(N)
    he stops all people from their labor.[a](O)
The animals take cover;(P)
    they remain in their dens.(Q)
The tempest comes out from its chamber,(R)
    the cold from the driving winds.(S)
10 The breath of God produces ice,
    and the broad waters become frozen.(T)
11 He loads the clouds with moisture;(U)
    he scatters his lightning(V) through them.(W)
12 At his direction they swirl around
    over the face of the whole earth
    to do whatever he commands them.(X)
13 He brings the clouds to punish people,(Y)
    or to water his earth and show his love.(Z)

14 “Listen(AA) to this, Job;
    stop and consider God’s wonders.(AB)
15 Do you know how God controls the clouds
    and makes his lightning(AC) flash?(AD)
16 Do you know how the clouds hang poised,(AE)
    those wonders of him who has perfect knowledge?(AF)
17 You who swelter in your clothes
    when the land lies hushed under the south wind,(AG)
18 can you join him in spreading out the skies,(AH)
    hard as a mirror of cast bronze?(AI)

19 “Tell us what we should say to him;(AJ)
    we cannot draw up our case(AK) because of our darkness.(AL)
20 Should he be told that I want to speak?
    Would anyone ask to be swallowed up?
21 Now no one can look at the sun,(AM)
    bright as it is in the skies
    after the wind has swept them clean.
22 Out of the north he comes in golden splendor;(AN)
    God comes in awesome majesty.(AO)
23 The Almighty is beyond our reach and exalted in power;(AP)
    in his justice(AQ) and great righteousness, he does not oppress.(AR)
24 Therefore, people revere him,(AS)
    for does he not have regard for all the wise(AT) in heart?[b]

Footnotes

  1. Job 37:7 Or work, / he fills all people with fear by his power
  2. Job 37:24 Or for he does not have regard for any who think they are wise.