Add parallel Print Page Options

17 Spádómur um Damaskus. Sjá, Damaskus skal verða afmáð og ekki vera borg framar, hún skal verða að rústum.

Borgir Aróer skulu verða yfirgefnar, hjörðum skulu þær verða til beitar, þar skulu þær liggja og enginn styggja þær.

Varnarvirki Efraíms líður undir lok og konungdómurinn hverfur frá Damaskus. Fyrir leifum Sýrlands skal fara eins og fyrir vegsemd Ísraelsmanna _ segir Drottinn allsherjar.

Á þeim degi mun vegsemd Jakobs verða lítilfengleg og fitan á holdi hans rýrna.

Þá mun fara líkt og þegar kornskurðarmaður safnar kornstöngum og armleggur hans afsníður öxin, og eins og þegar öx eru tínd í Refaím-dal.

Eftirtíningur skal eftir verða af þeim, eins og þegar olíuviður er skekinn, tvö eða þrjú ber efst í laufinu, fjögur eða fimm á greinum aldintrésins _ segir Drottinn, Ísraels Guð.

Á þeim degi mun maðurinn mæna til skapara síns og augu hans líta til Hins heilaga í Ísrael.

Eigi mun hann þá mæna á ölturun, handaverk sín, né líta til þess, er fingur hans hafa gjört, hvorki til aséranna né sólsúlnanna.

Á þeim degi munu hinar víggirtu borgir hans verða sem yfirgefnir staðir Amoríta og Hevíta, er þeir fyrirlétu, þá er þeir hrukku undan Ísraelsmönnum, og landið skal verða að auðn,

10 því að þú hefir gleymt Guði hjálpræðis þíns og eigi minnst þess hellubjargsins, sem er hæli þitt. Vegna þess að þú plantar yndislega garða og setur þar niður útlenda gróðurkvistu,

11 ræktar garð þinn á daginn og lætur á morgnana útsæði þitt blómgast, skal uppskeran bregðast á degi hins banvæna sárs og hinna ólæknandi kvala.

12 Heyr gný margra þjóða _ þær gnýja sem gnýr hafsins. Heyr dyn þjóðflokkanna _ þeir dynja eins og dynur mikilla vatnsfalla.

13 Þjóðflokkarnir dynja eins og dynur margra vatnsfalla. En Drottinn hastar á þá, og þá flýja þeir langt burt. Þeir tvístrast eins og sáðir á hólum fyrir vindi, eins og rykmökkur fyrir stormi.

14 Að kveldi er þar skelfing, áður en morgnar eru þeir allir á burt. Þetta er hlutskipti þeirra, er oss ræna, og örlög þeirra, er frá oss rupla.

A Prophecy Against Damascus

17 A prophecy(A) against Damascus:(B)

“See, Damascus will no longer be a city
    but will become a heap of ruins.(C)
The cities of Aroer(D) will be deserted
    and left to flocks,(E) which will lie down,(F)
    with no one to make them afraid.(G)
The fortified(H) city will disappear from Ephraim,
    and royal power from Damascus;
the remnant of Aram will be
    like the glory(I) of the Israelites,”(J)
declares the Lord Almighty.

“In that day(K) the glory(L) of Jacob will fade;
    the fat of his body will waste(M) away.
It will be as when reapers harvest the standing grain,
    gathering(N) the grain in their arms—
as when someone gleans heads of grain(O)
    in the Valley of Rephaim.(P)
Yet some gleanings will remain,(Q)
    as when an olive tree is beaten,(R)
leaving two or three olives on the topmost branches,
    four or five on the fruitful boughs,”
declares the Lord, the God of Israel.

In that day(S) people will look(T) to their Maker(U)
    and turn their eyes to the Holy One(V) of Israel.
They will not look to the altars,(W)
    the work of their hands,(X)
and they will have no regard for the Asherah poles[a](Y)
    and the incense altars their fingers(Z) have made.

In that day their strong cities, which they left because of the Israelites, will be like places abandoned to thickets and undergrowth.(AA) And all will be desolation.

10 You have forgotten(AB) God your Savior;(AC)
    you have not remembered the Rock,(AD) your fortress.(AE)
Therefore, though you set out the finest plants
    and plant imported vines,(AF)
11 though on the day you set them out, you make them grow,
    and on the morning(AG) when you plant them, you bring them to bud,
yet the harvest(AH) will be as nothing(AI)
    in the day of disease and incurable(AJ) pain.(AK)

12 Woe to the many nations that rage(AL)
    they rage like the raging sea!(AM)
Woe to the peoples who roar(AN)
    they roar like the roaring of great waters!(AO)
13 Although the peoples roar(AP) like the roar of surging waters,
    when he rebukes(AQ) them they flee(AR) far away,
driven before the wind like chaff(AS) on the hills,
    like tumbleweed before a gale.(AT)
14 In the evening, sudden(AU) terror!(AV)
    Before the morning, they are gone!(AW)
This is the portion of those who loot us,
    the lot of those who plunder us.

Footnotes

  1. Isaiah 17:8 That is, wooden symbols of the goddess Asherah