Add parallel Print Page Options

13 Spádómur um Babýlon, er vitraðist Jesaja Amozsyni.

Reisið merki á skóglausri hæð! Kallið hárri röddu til þeirra! Bendið þeim með hendinni, að þeir fari inn um hlið harðstjóranna!

Ég er sá, sem boðið hefi út vígðum liðsmönnum mínum og kallað á kappa mína til að framkvæma reiðidóm minn, þessa hreyknu og hróðugu menn mína.

Heyr þysinn á fjöllunum, eins og af mannmergð, heyr gnýinn af hinum samansöfnuðu þjóðum. Drottinn allsherjar er að kanna liðið.

Þeir koma frá fjarlægu landi, frá himins enda, Drottinn með verkfæri reiði sinnar, til þess að leggja í eyði gjörvalla jörðina.

Kveinið, því að dagur Drottins er nálægur; hann kemur sem eyðing frá hinum Almáttka.

Þess vegna verða allar hendur lémagna og sérhvert mannshjarta bráðnar.

Þeir skelfast, harmkvæli og þrautir gagntaka þá, þeir hafa hríðir eins og jóðsjúk kona. Angistarfullir stara þeir hver á annan, andlit þeirra eru sem eldslogi.

Sjá, dagur Drottins kemur, grimmilegur, með heift og brennandi reiði, til að gjöra jörðina að auðn og afmá syndarana af henni.

10 Stjörnur himinsins og stjörnumerkin láta eigi ljós sitt skína, sólin er myrk í uppgöngu sinni og tunglið ber eigi birtu sína.

11 Ég vil hegna jarðríki fyrir illsku þess og hinum óguðlegu fyrir misgjörðir þeirra, ég vil niðurkefja ofdramb hinna ríkilátu og lægja hroka ofbeldismannanna.

12 Ég vil láta menn verða sjaldgæfari en skíragull og mannfólkið torgætara en Ófír-gull.

13 Þess vegna vil ég hrista himininn, og jörðin skal hrærast úr stöðvum sínum fyrir heift Drottins allsherjar og á degi hans brennandi reiði.

14 Eins og fældar skógargeitur og eins og smalalaus hjörð skulu þeir hverfa aftur, hver til sinnar þjóðar, og flýja hver heim í sitt land.

15 Hver sem fundinn verður, mun lagður verða í gegn, og hver sem gripinn verður, mun fyrir sverði falla.

16 Ungbörn þeirra munu knosuð verða fyrir augum þeirra, hús þeirra verða rænd og konur þeirra smánaðar.

17 Sjá, ég æsi upp Medíumenn gegn þeim. Þeir meta einskis silfrið og þá langar ekki í gullið.

18 Bogar þeirra rota unga menn til dauða. Þeir þyrma ekki lífsafkvæmum, og líta ekki miskunnaraugum til ungbarna.

19 Svo skal fara fyrir Babýlon, þessari prýði konungsríkjanna og drembidjásni Kaldea, sem þá er Guð umturnaði Sódómu og Gómorru.

20 Hún skal aldrei framar af mönnum byggð vera, kynslóð eftir kynslóð skal þar enginn búa. Enginn Arabi skal slá þar tjöldum sínum og engir hjarðmenn bæla þar fénað sinn.

21 Urðarkettir skulu liggja þar og húsin fyllast af uglum. Strútsfuglar skulu halda þar til og skógartröll stökkva þar um.

22 Sjakalar skulu kallast á í höllunum og úlfar í bílífis-sölunum. Tími hennar nálægist og dagar hennar munu eigi undan dragast.

A Prophecy Against Babylon

13 A prophecy(A) against Babylon(B) that Isaiah son of Amoz(C) saw:(D)

Raise a banner(E) on a bare hilltop,
    shout to them;
beckon to them
    to enter the gates(F) of the nobles.
I have commanded those I prepared for battle;
    I have summoned my warriors(G) to carry out my wrath(H)
    those who rejoice(I) in my triumph.

Listen, a noise on the mountains,
    like that of a great multitude!(J)
Listen, an uproar(K) among the kingdoms,
    like nations massing together!
The Lord Almighty(L) is mustering(M)
    an army for war.
They come from faraway lands,
    from the ends of the heavens(N)
the Lord and the weapons(O) of his wrath(P)
    to destroy(Q) the whole country.

Wail,(R) for the day(S) of the Lord is near;
    it will come like destruction(T) from the Almighty.[a](U)
Because of this, all hands will go limp,(V)
    every heart will melt with fear.(W)
Terror(X) will seize them,
    pain and anguish will grip(Y) them;
    they will writhe like a woman in labor.(Z)
They will look aghast at each other,
    their faces aflame.(AA)

See, the day(AB) of the Lord is coming
    —a cruel(AC) day, with wrath(AD) and fierce anger(AE)
to make the land desolate
    and destroy the sinners within it.
10 The stars of heaven and their constellations
    will not show their light.(AF)
The rising sun(AG) will be darkened(AH)
    and the moon will not give its light.(AI)
11 I will punish(AJ) the world for its evil,
    the wicked(AK) for their sins.
I will put an end to the arrogance of the haughty(AL)
    and will humble(AM) the pride of the ruthless.(AN)
12 I will make people(AO) scarcer than pure gold,
    more rare than the gold of Ophir.(AP)
13 Therefore I will make the heavens tremble;(AQ)
    and the earth will shake(AR) from its place
at the wrath(AS) of the Lord Almighty,
    in the day of his burning anger.(AT)

14 Like a hunted(AU) gazelle,
    like sheep without a shepherd,(AV)
they will all return to their own people,
    they will flee(AW) to their native land.(AX)
15 Whoever is captured will be thrust through;
    all who are caught will fall(AY) by the sword.(AZ)
16 Their infants(BA) will be dashed to pieces before their eyes;
    their houses will be looted and their wives violated.(BB)

17 See, I will stir up(BC) against them the Medes,(BD)
    who do not care for silver
    and have no delight in gold.(BE)
18 Their bows(BF) will strike down the young men;(BG)
    they will have no mercy(BH) on infants,
    nor will they look with compassion on children.(BI)
19 Babylon,(BJ) the jewel of kingdoms,(BK)
    the pride and glory(BL) of the Babylonians,[b]
will be overthrown(BM) by God
    like Sodom and Gomorrah.(BN)
20 She will never be inhabited(BO)
    or lived in through all generations;
there no nomads(BP) will pitch their tents,
    there no shepherds will rest their flocks.
21 But desert creatures(BQ) will lie there,
    jackals(BR) will fill her houses;
there the owls(BS) will dwell,
    and there the wild goats(BT) will leap about.
22 Hyenas(BU) will inhabit her strongholds,(BV)
    jackals(BW) her luxurious palaces.
Her time is at hand,(BX)
    and her days will not be prolonged.(BY)

Footnotes

  1. Isaiah 13:6 Hebrew Shaddai
  2. Isaiah 13:19 Or Chaldeans