Add parallel Print Page Options

Vitrun Jesaja Amozsonar, er hann fékk um Júda og Jerúsalem á dögum Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.

Heyrið, þér himnar, og hlusta þú, jörð, því að Drottinn talar: Ég hefi fóstrað börn og fætt þau upp, og þau hafa risið í gegn mér.

Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki.

Vei hinni syndugu þjóð, þeim lýð, sem misgjörðum er hlaðinn, afsprengi illræðismannanna, spilltum sonum! Þeir hafa yfirgefið Drottin, smáð Hinn heilaga í Ísrael og snúið baki við honum.

Hvar ætlið þér að láta ljósta yður framvegis, fyrst þér haldið áfram að þverskallast? Höfuðið er allt í sárum og hjartað allt sjúkt.

Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, tómar undir, skrámur og nýjar benjar, sem hvorki er kreist úr né um bundið og þær eigi mýktar með olíu.

Land yðar er auðn, borgir yðar í eldi brenndar, útlendir menn eta upp akurland yðar fyrir augum yðar, slík eyðing sem þá er land kemst í óvina hendur.

Dóttirin Síon er ein eftir eins og varðskáli í víngarði, eins og vökukofi í melónugarði, eins og umsetin borg.

Ef Drottinn allsherjar hefði eigi látið oss eftir leifar, mundum vér brátt hafa orðið sem Sódóma, _ líkst Gómorru!

10 Heyrið orð Drottins, dómarar í Sódómu! Hlusta þú á kenning Guðs vors, Gómorru-lýður!

11 Hvað skulu mér yðar mörgu sláturfórnir? _ segir Drottinn. Ég er orðinn saddur á hrútabrennifórnum og alikálfafeiti, og í uxa-, lamba- og hafrablóð langar mig ekki.

12 Þegar þér komið til þess að líta auglit mitt, hver hefir þá beðið yður að traðka forgarða mína?

13 Berið eigi lengur fram fánýtar matfórnir; þær eru mér andstyggilegur fórnarreykur! Tunglkomur, hvíldardagar, hátíðastefnur, _ ég fæ eigi þolað að saman fari ranglæti og hátíðaþröng.

14 Sál mín hatar tunglkomur yðar og hátíðir, þær eru orðnar mér byrði, ég er þreyttur orðinn að bera þær.

15 Er þér fórnið upp höndum, byrgi ég augu mín fyrir yður, og þótt þér biðjið mörgum bænum, þá heyri ég ekki. Hendur yðar eru alblóðugar.

16 Þvoið yður, hreinsið yður. Takið illskubreytni yðar í burt frá augum mínum. Látið af að gjöra illt,

17 lærið gott að gjöra! Leitið þess, sem rétt er. Hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verður. Rekið réttar hins munaðarlausa. Verjið málefni ekkjunnar.

18 Komið, eigumst lög við! _ segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.

19 Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir, þá skuluð þér njóta landsins gæða,

20 en ef þér færist undan því og þverskallist, þá skuluð þér verða sverði bitnir. Munnur Drottins hefir talað það.

21 Hvernig stendur á því, að hún er orðin að skækju _ borgin trúfasta? Hún var full réttinda, og réttlætið hafði þar bólfestu, en nú manndrápsmenn.

22 Silfur þitt er orðið að sora, vín þitt vatni blandað.

23 Höfðingjar þínir eru uppreistarmenn og leggja lag sitt við þjófa. Allir elska þeir mútu og sækjast ólmir eftir fégjöfum. Þeir reka eigi réttar hins munaðarlausa, og málefni ekkjunnar fær eigi að koma fyrir þá.

24 Fyrir því segir hinn alvaldi Drottinn allsherjar, hinn voldugi Ísraels Guð: Vei, ég skal ná rétti mínum gagnvart mótstöðumönnum mínum og hefna mín á óvinum mínum.

25 Og ég skal rétta út hönd mína til þín og hreinsa sorann úr þér, eins og með lútösku, og skilja frá allt blýið.

26 Ég skal fá þér aftur slíka dómendur sem í öndverðu og aðra eins ráðgjafa og í upphafi. Upp frá því skalt þú kallast bær réttvísinnar, borgin trúfasta.

27 Síon skal endurleyst fyrir réttan dóm, og þeir, sem taka sinnaskiptum, munu frelsaðir verða fyrir réttlæti.

28 En tortíming kemur yfir alla illræðismenn og syndara, og þeir, sem yfirgefa Drottin, skulu fyrirfarast.

29 Þér munuð blygðast yðar fyrir eikurnar, sem þér höfðuð mætur á, og þér munuð skammast yðar fyrir lundana, sem voru yndi yðar.

30 Því að þér munuð verða sem eik með visnuðu laufi og eins og vatnslaus lundur.

31 Og hinn voldugi skal verða að strýi og verk hans að eldsneista, og hvort tveggja mun uppbrenna hvað með öðru og enginn slökkva.

The vision(A) concerning Judah and Jerusalem(B) that Isaiah son of Amoz saw(C) during the reigns of Uzziah,(D) Jotham,(E) Ahaz(F) and Hezekiah,(G) kings of Judah.

A Rebellious Nation

Hear me, you heavens! Listen, earth!(H)
    For the Lord has spoken:(I)
“I reared children(J) and brought them up,
    but they have rebelled(K) against me.
The ox knows(L) its master,
    the donkey its owner’s manger,(M)
but Israel does not know,(N)
    my people do not understand.(O)

Woe to the sinful nation,
    a people whose guilt is great,(P)
a brood of evildoers,(Q)
    children given to corruption!(R)
They have forsaken(S) the Lord;
    they have spurned the Holy One(T) of Israel
    and turned their backs(U) on him.

Why should you be beaten(V) anymore?
    Why do you persist(W) in rebellion?(X)
Your whole head is injured,
    your whole heart(Y) afflicted.(Z)
From the sole of your foot to the top of your head(AA)
    there is no soundness(AB)
only wounds and welts(AC)
    and open sores,
not cleansed or bandaged(AD)
    or soothed with olive oil.(AE)

Your country is desolate,(AF)
    your cities burned with fire;(AG)
your fields are being stripped by foreigners(AH)
    right before you,
    laid waste as when overthrown by strangers.(AI)
Daughter Zion(AJ) is left(AK)
    like a shelter in a vineyard,
like a hut(AL) in a cucumber field,
    like a city under siege.
Unless the Lord Almighty
    had left us some survivors,(AM)
we would have become like Sodom,
    we would have been like Gomorrah.(AN)

10 Hear the word of the Lord,(AO)
    you rulers of Sodom;(AP)
listen to the instruction(AQ) of our God,
    you people of Gomorrah!(AR)
11 “The multitude of your sacrifices—
    what are they to me?” says the Lord.
“I have more than enough of burnt offerings,
    of rams and the fat of fattened animals;(AS)
I have no pleasure(AT)
    in the blood of bulls(AU) and lambs and goats.(AV)
12 When you come to appear before me,
    who has asked this of you,(AW)
    this trampling of my courts?
13 Stop bringing meaningless offerings!(AX)
    Your incense(AY) is detestable(AZ) to me.
New Moons,(BA) Sabbaths and convocations(BB)
    I cannot bear your worthless assemblies.
14 Your New Moon(BC) feasts and your appointed festivals(BD)
    I hate with all my being.(BE)
They have become a burden to me;(BF)
    I am weary(BG) of bearing them.
15 When you spread out your hands(BH) in prayer,
    I hide(BI) my eyes from you;
even when you offer many prayers,
    I am not listening.(BJ)

Your hands(BK) are full of blood!(BL)

16 Wash(BM) and make yourselves clean.
    Take your evil deeds out of my sight;(BN)
    stop doing wrong.(BO)
17 Learn to do right;(BP) seek justice.(BQ)
    Defend the oppressed.[a](BR)
Take up the cause of the fatherless;(BS)
    plead the case of the widow.(BT)

18 “Come now, let us settle the matter,”(BU)
    says the Lord.
“Though your sins are like scarlet,
    they shall be as white as snow;(BV)
though they are red as crimson,
    they shall be like wool.(BW)
19 If you are willing and obedient,(BX)
    you will eat the good things of the land;(BY)
20 but if you resist and rebel,(BZ)
    you will be devoured by the sword.”(CA)
For the mouth of the Lord has spoken.(CB)

21 See how the faithful city
    has become a prostitute!(CC)
She once was full of justice;
    righteousness(CD) used to dwell in her—
    but now murderers!(CE)
22 Your silver has become dross,(CF)
    your choice wine is diluted with water.
23 Your rulers are rebels,(CG)
    partners with thieves;(CH)
they all love bribes(CI)
    and chase after gifts.
They do not defend the cause of the fatherless;
    the widow’s case does not come before them.(CJ)

24 Therefore the Lord, the Lord Almighty,
    the Mighty One(CK) of Israel, declares:
“Ah! I will vent my wrath on my foes
    and avenge(CL) myself on my enemies.(CM)
25 I will turn my hand against you;[b](CN)
    I will thoroughly purge(CO) away your dross(CP)
    and remove all your impurities.(CQ)
26 I will restore your leaders as in days of old,(CR)
    your rulers as at the beginning.
Afterward you will be called(CS)
    the City of Righteousness,(CT)
    the Faithful City.(CU)

27 Zion will be delivered with justice,
    her penitent(CV) ones with righteousness.(CW)
28 But rebels and sinners(CX) will both be broken,
    and those who forsake(CY) the Lord will perish.(CZ)

29 “You will be ashamed(DA) because of the sacred oaks(DB)
    in which you have delighted;
you will be disgraced because of the gardens(DC)
    that you have chosen.
30 You will be like an oak with fading leaves,(DD)
    like a garden without water.
31 The mighty man will become tinder
    and his work a spark;
both will burn together,
    with no one to quench the fire.(DE)

Footnotes

  1. Isaiah 1:17 Or justice. / Correct the oppressor
  2. Isaiah 1:25 That is, against Jerusalem