Add parallel Print Page Options

46 Ísrael lagði af stað með allt sitt, og hann kom til Beerseba og færði þar Guði Ísaks föður síns sláturfórn.

Og Guð talaði við Ísrael í sýn um nóttina og sagði: "Jakob, Jakob!" Og hann svaraði: "Hér er ég."

Og hann sagði: "Ég er Guð, Guð föður þíns. Óttast þú ekki að fara til Egyptalands, því að þar mun ég gjöra þig að mikilli þjóð.

Ég mun fara með þér til Egyptalands, og ég mun líka flytja þig þaðan aftur, og Jósef skal veita þér nábjargirnar."

Þá tók Jakob sig upp frá Beerseba, og Ísraels synir fluttu Jakob föður sinn og börn sín og konur sínar á vögnunum, sem Faraó hafði sent til að flytja hann á.

Og þeir tóku fénað sinn og fjárhluti, sem þeir höfðu aflað sér í Kanaanlandi, og komu til Egyptalands, Jakob og allir niðjar hans með honum.

Sonu sína og sonasonu, dætur sínar og sonadætur og alla niðja sína flutti hann með sér til Egyptalands.

Þessi eru nöfn Ísraels sona, sem komu til Egyptalands: Jakob og synir hans: Rúben, frumgetinn son Jakobs.

Synir Rúbens: Hanok, Pallú, Hesron og Karmí.

10 Synir Símeons: Jemúel, Jamín, Óhad, Jakín, Sóar og Sál, sonur kanversku konunnar.

11 Synir Leví: Gerson, Kahat og Merarí.

12 Synir Júda: Ger, Ónan, Sela, Peres og Sera. En Ger og Ónan dóu í Kanaanlandi. Synir Peres voru: Hesron og Hamúl.

13 Synir Íssakars: Tóla, Púva, Job og Símron.

14 Synir Sebúlons: Sered, Elon og Jahleel.

15 Þessir voru synir Leu, sem hún fæddi Jakob í Mesópótamíu, ásamt Dínu dóttur hans. Allir synir hans og dætur voru að tölu þrjátíu og þrjú.

16 Synir Gaðs: Sífjón, Haggí, Súní, Esbon, Erí, Aródí og Arelí.

17 Synir Assers: Jimna, Jísva, Jísví, Bría og Sera, systir þeirra. Synir Bría voru: Heber og Malkíel.

18 Þessir voru synir Silpu, sem Laban gaf Leu dóttur sinni. Hún ól Jakob þessa, sextán sálir.

19 Synir Rakelar, konu Jakobs: Jósef og Benjamín.

20 En Jósef fæddust synir í Egyptalandi: Manasse og Efraím, sem Asenat, dóttir Pótífera prests í Ón, ól honum.

21 Synir Benjamíns: Bela, Beker, Asbel, Gera, Naaman, Ehí, Rós, Múppím, Húppím og Ard.

22 Þetta voru synir Rakelar, sem hún ól Jakob, alls fjórtán sálir.

23 Sonur Dans: Húsín.

24 Synir Naftalí: Jahseel, Gúní, Jeser og Sillem.

25 Þessir voru synir Bílu, sem Laban gaf Rakel dóttur sinni, og þessa ól hún Jakob, sjö sálir alls.

26 Allar þær sálir, sem komu með Jakob til Egyptalands og af honum voru komnar, voru sextíu og sex að tölu, auk sonakvenna Jakobs.

27 Og synir Jósefs, sem honum höfðu fæðst í Egyptalandi, voru tveir að tölu. Allar þær sálir af ætt Jakobs, sem komu til Egyptalands, voru sjötíu að tölu.

28 Jakob sendi Júda á undan sér til Jósefs, að hann vísaði sér veginn til Gósen. Og þeir komu til Gósenlands.

29 Þá lét Jósef beita fyrir vagn sinn og fór á móti Ísrael föður sínum til Gósen, og er fundum þeirra bar saman, féll hann um háls honum og grét lengi um háls honum.

30 Og Ísrael sagði við Jósef: "Nú vil ég glaður deyja, fyrst ég hefi séð auglit þitt, að þú ert enn á lífi."

31 Og Jósef sagði við bræður sína og við frændlið föður síns: "Nú vil ég fara og láta Faraó vita og segja við hann: ,Bræður mínir og frændlið föður míns, sem var í Kanaanlandi, er til mín komið.

32 Og mennirnir eru hjarðmenn, því að þeir hafa stundað kvikfjárrækt, og sauði sína og nautpening sinn og allt, sem þeir eiga, hafa þeir haft hingað með sér.`

33 Þegar nú Faraó lætur kalla yður og spyr: ,Hver er atvinna yðar?`

34 þá skuluð þér svara: ,Kvikfjárrækt hafa þjónar þínir stundað frá barnæsku allt til þessa dags, bæði vér og feður vorir,` _ til þess að þér fáið að búa í Gósenlandi, því að Egyptar hafa andstyggð á öllum hjarðmönnum."

Jacob Goes to Egypt

46 So Israel(A) set out with all that was his, and when he reached Beersheba,(B) he offered sacrifices(C) to the God of his father Isaac.(D)

And God spoke to Israel(E) in a vision at night(F) and said, “Jacob! Jacob!”

“Here I am,”(G) he replied.

“I am God, the God of your father,”(H) he said. “Do not be afraid(I) to go down to Egypt,(J) for I will make you into a great nation(K) there.(L) I will go down to Egypt with you, and I will surely bring you back again.(M) And Joseph’s own hand will close your eyes.(N)

Then Jacob left Beersheba,(O) and Israel’s(P) sons took their father Jacob and their children and their wives in the carts(Q) that Pharaoh had sent to transport him. So Jacob and all his offspring went to Egypt,(R) taking with them their livestock and the possessions(S) they had acquired(T) in Canaan. Jacob brought with him to Egypt(U) his sons and grandsons and his daughters and granddaughters—all his offspring.(V)

These are the names of the sons of Israel(W) (Jacob and his descendants) who went to Egypt:

Reuben the firstborn(X) of Jacob.

The sons of Reuben:(Y)

Hanok, Pallu,(Z) Hezron and Karmi.(AA)

10 The sons of Simeon:(AB)

Jemuel,(AC) Jamin, Ohad, Jakin, Zohar(AD) and Shaul the son of a Canaanite woman.

11 The sons of Levi:(AE)

Gershon,(AF) Kohath(AG) and Merari.(AH)

12 The sons of Judah:(AI)

Er,(AJ) Onan,(AK) Shelah, Perez(AL) and Zerah(AM) (but Er and Onan had died in the land of Canaan).(AN)

The sons of Perez:(AO)

Hezron and Hamul.(AP)

13 The sons of Issachar:(AQ)

Tola, Puah,[a](AR) Jashub[b](AS) and Shimron.

14 The sons of Zebulun:(AT)

Sered, Elon and Jahleel.

15 These were the sons Leah bore to Jacob in Paddan Aram,[c](AU) besides his daughter Dinah.(AV) These sons and daughters of his were thirty-three in all.

16 The sons of Gad:(AW)

Zephon,[d](AX) Haggi, Shuni, Ezbon, Eri, Arodi and Areli.

17 The sons of Asher:(AY)

Imnah, Ishvah, Ishvi and Beriah.

Their sister was Serah.

The sons of Beriah:

Heber and Malkiel.

18 These were the children born to Jacob by Zilpah,(AZ) whom Laban had given to his daughter Leah(BA)—sixteen in all.

19 The sons of Jacob’s wife Rachel:(BB)

Joseph and Benjamin.(BC) 20 In Egypt, Manasseh(BD) and Ephraim(BE) were born to Joseph(BF) by Asenath daughter of Potiphera, priest of On.[e](BG)

21 The sons of Benjamin:(BH)

Bela, Beker, Ashbel, Gera, Naaman, Ehi, Rosh, Muppim, Huppim and Ard.(BI)

22 These were the sons of Rachel(BJ) who were born to Jacob—fourteen in all.

23 The son of Dan:(BK)

Hushim.(BL)

24 The sons of Naphtali:(BM)

Jahziel, Guni, Jezer and Shillem.

25 These were the sons born to Jacob by Bilhah,(BN) whom Laban had given to his daughter Rachel(BO)—seven in all.

26 All those who went to Egypt with Jacob—those who were his direct descendants, not counting his sons’ wives—numbered sixty-six persons.(BP) 27 With the two sons[f] who had been born to Joseph in Egypt,(BQ) the members of Jacob’s family, which went to Egypt, were seventy[g] in all.(BR)

28 Now Jacob sent Judah(BS) ahead of him to Joseph to get directions to Goshen.(BT) When they arrived in the region of Goshen, 29 Joseph had his chariot(BU) made ready and went to Goshen to meet his father Israel.(BV) As soon as Joseph appeared before him, he threw his arms around his father[h] and wept(BW) for a long time.(BX)

30 Israel(BY) said to Joseph, “Now I am ready to die, since I have seen for myself that you are still alive.”(BZ)

31 Then Joseph said to his brothers and to his father’s household, “I will go up and speak to Pharaoh and will say to him, ‘My brothers and my father’s household, who were living in the land of Canaan,(CA) have come to me.(CB) 32 The men are shepherds;(CC) they tend livestock,(CD) and they have brought along their flocks and herds and everything they own.’(CE) 33 When Pharaoh calls you in and asks, ‘What is your occupation?’(CF) 34 you should answer, ‘Your servants(CG) have tended livestock from our boyhood on, just as our fathers did.’(CH) Then you will be allowed to settle(CI) in the region of Goshen,(CJ) for all shepherds are detestable to the Egyptians.(CK)

Footnotes

  1. Genesis 46:13 Samaritan Pentateuch and Syriac (see also 1 Chron. 7:1); Masoretic Text Puvah
  2. Genesis 46:13 Samaritan Pentateuch and some Septuagint manuscripts (see also Num. 26:24 and 1 Chron. 7:1); Masoretic Text Iob
  3. Genesis 46:15 That is, Northwest Mesopotamia
  4. Genesis 46:16 Samaritan Pentateuch and Septuagint (see also Num. 26:15); Masoretic Text Ziphion
  5. Genesis 46:20 That is, Heliopolis
  6. Genesis 46:27 Hebrew; Septuagint the nine children
  7. Genesis 46:27 Hebrew (see also Exodus 1:5 and note); Septuagint (see also Acts 7:14) seventy-five
  8. Genesis 46:29 Hebrew around him