Add parallel Print Page Options

46 Svo segir Drottinn Guð: Hlið innri forgarðsins, það er snýr í austur, skal lokað vera sex virku dagana, en hvíldardaginn skal opna það og tunglkomudaginn skal opna það.

Og landshöfðinginn skal koma að utan og ganga inn um forsal hliðsins og nema staðar við dyrastafi hliðsins. Þá skulu prestarnir bera fram brennifórn hans og heillafórn, en hann skal falla fram á þröskuldi hliðsins og ganga síðan út aftur, og hliðinu skal ekki loka til kvelds.

Og landslýðurinn skal falla fram fyrir auglit Drottins við dyr þessa hliðs á hvíldardögum og tunglkomudögum.

Brennifórnin, sem landshöfðinginn á að færa Drottni, skal vera: Á hvíldardegi sex sauðkindur gallalausar og einn hrútur gallalaus,

og auk þess í matfórn ein efa með hverjum hrút, og með sauðkindunum slík matfórn, er hann vill sjálfur gefa, og ein hín af olíu með hverri efu.

Á tunglkomudögum skal hún vera ungneyti gallalaust og sex sauðkindur og einn hrútur, allt gallalaust.

Og hann skal láta fram bera efu með uxanum og efu með hrútnum í matfórn og með sauðkindunum svo sem hann má af hendi láta, og hín af olíu með hverri efu.

Þegar landshöfðinginn gengur inn, skal hann ganga inn um forsal hliðsins og fara sömu leið út aftur.

Og þegar landslýðurinn gengur fram fyrir Drottin á löghátíðunum, þá skal sá, er inn hefir gengið um norðurhliðið til þess að falla fram, aftur út fara um suðurhliðið, og sá, er inn hefir gengið um suðurhliðið, skal aftur út fara um norðurhliðið. Enginn skal aftur út fara um það hlið, sem hann hefir inn gengið, heldur skal hann út fara um það hlið, sem gegnt honum er.

10 Og landshöfðinginn skal ganga inn mitt á meðal þeirra, þegar þeir ganga inn, og fara út, þegar þeir fara út.

11 Á hátíðum og löghelgum skal matfórnin vera efa með uxanum og efa með hrútnum, og með sauðkindunum slíkt, er hann vill sjálfur gefa, og hín af olíu með hverri efu.

12 Og þegar landshöfðinginn ber fram sjálfviljafórn, brennifórn eða heillafórn sem sjálfviljafórn Drottni til handa, þá skal upp ljúka fyrir honum því hliðinu, sem í austur snýr. Síðan skal hann bera fram brennifórn sína og heillafórn, eins og hann er vanur að gjöra á hvíldardögum, og ganga síðan út, og þegar hann er farinn út, skal loka hliðinu á eftir honum.

13 Á degi hverjum skal hann láta fram bera ársgamla sauðkind gallalausa í brennifórn Drottni til handa, á hverjum morgni skal hann fram bera hana.

14 Og sem matfórn skal hann fram bera með henni á hverjum morgni 1/6 efu og 1/3 hínar af olíu til þess að væta með mjölið, sem matfórn Drottni til handa. Skal það vera stöðug skyldugreiðsla.

15 Og þannig skulu þeir fram bera sauðkindina og matfórnina og olíuna á hverjum morgni sem stöðuga brennifórn.

16 Svo segir Drottinn Guð: Ef landshöfðinginn gefur einhverjum sona sinna nokkuð af óðali sínu að gjöf, þá skal það tilheyra sonum hans. Það er erfðaeign þeirra.

17 En gefi hann einhverjum þjónustumanna sinna nokkuð af óðali sínu að gjöf, þá skal hann halda því til lausnarársins. Þá skal það hverfa aftur til landshöfðingjans. En óðal sona hans skal haldast í eign þeirra.

18 Og ekki má landshöfðinginn taka neitt af óðali lýðsins og veita honum með því yfirgang. Af sinni eigin eign verður hann að veita sonum sínum arfleifð, til þess að enginn af lýð mínum verði flæmdur burt frá eign sinni."

19 Því næst leiddi hann mig gegnum ganginn, sem liggur fast við hliðið, til hinna heilögu herbergja, sem ætluð eru prestunum og vita í norður. En þar var rúm í ysta horni mót vestri.

20 Og hann sagði við mig: "Þetta er staðurinn, þar sem prestarnir skulu sjóða sektarfórnina og syndafórnina, og þar sem þeir skulu baka matfórnina, til þess að þeir þurfi ekki að bera það út í ytri forgarðinn og þann veg helga lýðinn."

21 Og hann leiddi mig út í ytri forgarðinn og lét mig ganga í gegn, út í fjögur horn forgarðsins, og sjá, lítill forgarður var í hverju horni forgarðsins.

22 Í fjórum hornum forgarðsins voru aftur minni forgarðar, fjörutíu álnir á lengd og þrjátíu álnir á breidd. Voru þeir allir fjórir jafnir að máli.

23 Og í þeim var múrveggur allt í kring, allt í kring í þeim fjórum, og eldstór voru gjörðar neðan til við múrveggina allt í kring.

24 Og hann sagði við mig: "Þetta eru eldhúsin, þar sem þjónustumenn musterisins skulu sjóða sláturfórnir lýðsins."

46 “‘This is what the Sovereign Lord says: The gate of the inner court(A) facing east(B) is to be shut on the six working days, but on the Sabbath day and on the day of the New Moon(C) it is to be opened. The prince is to enter from the outside through the portico(D) of the gateway and stand by the gatepost. The priests are to sacrifice his burnt offering(E) and his fellowship offerings. He is to bow down in worship at the threshold of the gateway and then go out, but the gate will not be shut until evening.(F) On the Sabbaths(G) and New Moons the people of the land are to worship in the presence of the Lord at the entrance of that gateway.(H) The burnt offering the prince brings to the Lord on the Sabbath day is to be six male lambs and a ram, all without defect. The grain offering given with the ram is to be an ephah,[a] and the grain offering with the lambs is to be as much as he pleases, along with a hin[b] of olive oil for each ephah.(I) On the day of the New Moon(J) he is to offer a young bull, six lambs and a ram, all without defect.(K) He is to provide as a grain offering one ephah with the bull, one ephah with the ram, and with the lambs as much as he wants to give, along with a hin of oil for each ephah.(L) When the prince enters, he is to go in through the portico(M) of the gateway, and he is to come out the same way.(N)

“‘When the people of the land come before the Lord at the appointed festivals,(O) whoever enters by the north gate to worship is to go out the south gate; and whoever enters by the south gate is to go out the north gate. No one is to return through the gate by which they entered, but each is to go out the opposite gate. 10 The prince is to be among them, going in when they go in and going out when they go out.(P) 11 At the feasts and the appointed festivals, the grain offering is to be an ephah with a bull, an ephah with a ram, and with the lambs as much as he pleases, along with a hin of oil for each ephah.(Q)

12 “‘When the prince provides(R) a freewill offering(S) to the Lord—whether a burnt offering or fellowship offerings—the gate facing east is to be opened for him. He shall offer his burnt offering or his fellowship offerings as he does on the Sabbath day. Then he shall go out, and after he has gone out, the gate will be shut.(T)

13 “‘Every day you are to provide a year-old lamb without defect for a burnt offering to the Lord; morning by morning(U) you shall provide it.(V) 14 You are also to provide with it morning by morning a grain offering, consisting of a sixth of an ephah[c] with a third of a hin[d] of oil(W) to moisten the flour. The presenting of this grain offering to the Lord is a lasting ordinance.(X) 15 So the lamb and the grain offering and the oil shall be provided morning by morning for a regular(Y) burnt offering.(Z)

16 “‘This is what the Sovereign Lord says: If the prince makes a gift from his inheritance to one of his sons, it will also belong to his descendants; it is to be their property by inheritance.(AA) 17 If, however, he makes a gift from his inheritance to one of his servants, the servant may keep it until the year of freedom;(AB) then it will revert to the prince. His inheritance belongs to his sons only; it is theirs. 18 The prince must not take(AC) any of the inheritance(AD) of the people, driving them off their property. He is to give his sons their inheritance out of his own property, so that not one of my people will be separated from their property.’”

19 Then the man brought me through the entrance(AE) at the side of the gate to the sacred rooms facing north,(AF) which belonged to the priests, and showed me a place at the western end. 20 He said to me, “This is the place where the priests are to cook the guilt offering and the sin offering[e] and bake the grain offering, to avoid bringing them into the outer court and consecrating(AG) the people.”(AH)

21 He then brought me to the outer court and led me around to its four corners, and I saw in each corner another court. 22 In the four corners of the outer court were enclosed[f] courts, forty cubits long and thirty cubits wide;[g] each of the courts in the four corners was the same size. 23 Around the inside of each of the four courts was a ledge of stone, with places for fire built all around under the ledge. 24 He said to me, “These are the kitchens where those who minister at the temple are to cook the sacrifices of the people.”

Footnotes

  1. Ezekiel 46:5 That is, probably about 35 pounds or about 16 kilograms; also in verses 7 and 11
  2. Ezekiel 46:5 That is, about 1 gallon or about 3.8 liters; also in verses 7 and 11
  3. Ezekiel 46:14 That is, probably about 6 pounds or about 2.7 kilograms
  4. Ezekiel 46:14 That is, about 1 1/2 quarts or about 1.3 liters
  5. Ezekiel 46:20 Or purification offering
  6. Ezekiel 46:22 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  7. Ezekiel 46:22 That is, about 70 feet long and 53 feet wide or about 21 meters long and 16 meters wide