Add parallel Print Page Options

18 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

"Hvað kemur til, að þér hafið þetta orðtak um Ísraelsland: ,Feðurnir átu súr vínber, og tennur barnanna urðu sljóar`?

Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, skuluð þér ekki framar hafa þetta orðtak í Ísrael.

Sjá, mínar eru sálirnar allar, sál föðurins eins og sál sonarins, mínar eru þær. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.

Hver sá maður, sem er ráðvandur og iðkar rétt og réttlæti,

sem etur ekki fórnarkjöt á fjöllunum og hefur ekki augu sín til skurðgoða Ísraelsmanna, flekkar ekki konu náunga síns og kemur ekki nærri konu meðan hún hefir klæðaföll,

sem engan undirokar og skilar aftur skuldaveði sínu, tekur ekki neitt frá öðrum með ofbeldi, sem gefur brauð sitt hungruðum og skýlir nakinn mann klæðum,

sem lánar ekki fé gegn leigu og tekur ekki vexti af lánsfé, sem heldur hendi sinni frá því, sem rangt er, og dæmir rétt í deilumálum manna,

sem breytir eftir boðorðum mínum og varðveitir skipanir mínar, með því að gjöra það sem rétt er, _ hann er ráðvandur og skal vissulega lifa, segir Drottinn Guð.

10 En eignist hann ofbeldisfullan son, sem úthellir blóði og fremur ranglæti,

11 sem ekki fetar í fótspor síns ráðvanda föður, heldur etur fórnarkjöt á fjöllunum og flekkar konu náunga síns,

12 undirokar volaða og snauða, tekur frá öðrum með ofbeldi, skilar ekki aftur veði og hefur augu sín til skurðgoða, fremur svívirðingar,

13 lánar fé gegn leigu og tekur vexti af lánsfé, _ ætti hann að halda lífi? Hann skal ekki lífi halda! Af því að hann hefir framið allar þessar svívirðingar, skal hann vissulega deyja. Blóð hans komi yfir hann!

14 En eignist hann son, sem sér allar þær syndir, sem faðir hans drýgði, og óttast og breytir ekki eftir þeim,

15 etur ekki fórnarkjöt á fjöllunum og hefur ekki augu sín til skurðgoða Ísraelsmanna, flekkar ekki konu náunga síns

16 og undirokar engan, tekur ekkert veð og tekur ekkert frá öðrum með ofbeldi, gefur brauð sitt hungruðum og skýlir nakinn mann klæðum,

17 heldur hendi sinni frá því, sem rangt er, tekur ekki vexti né fjárleigu, heldur skipanir mínar og breytir eftir boðorðum mínum, _ sá skal ekki deyja sakir misgjörða föður síns, heldur skal hann vissulega lífi halda.

18 En af því að faðir hans hefir beitt kúgun og tekið frá öðrum með ofbeldi og gjört það, sem ekki var gott, meðal þjóðar sinnar, þá hlýtur hann að deyja fyrir misgjörð sína.

19 Og þá segið þér: ,Hví geldur sonurinn ekki misgjörðar föður síns?` Þar sem þó sonurinn iðkaði rétt og réttlæti, varðveitti öll boðorð mín og breytti eftir þeim, skal hann vissulega lífi halda.

20 Sá maður, sem syndgar, hann skal deyja. Sonur skal eigi gjalda misgjörðar föður síns og faðir skal eigi gjalda misgjörðar sonar síns. Ráðvendni hins ráðvanda skal koma niður á honum og óguðleiki hins óguðlega skal koma niður á honum.

21 Ef hinn óguðlegi hverfur frá öllum syndum sínum, sem hann hefir drýgt, og heldur öll mín boðorð og iðkar rétt og réttlæti, þá skal hann vissulega lífi halda og ekki deyja.

22 Öll hans afbrot, sem hann hefir drýgt, skulu honum þá eigi tilreiknuð verða. Vegna ráðvendninnar, sem hann hefir iðkað, skal hann lífi halda.

23 Ætli ég hafi þóknun á dauða hins óguðlega _ segir Drottinn Guð _ og ekki miklu fremur á því, að hann hverfi frá sinni illu breytni og haldi lífi?

24 En hverfi hinn ráðvandi frá ráðvendni sinni og fremji það, sem rangt er, í líkingu við allar þær svívirðingar, er hinn óguðlegi hefir framið, þá skal öll sú ráðvendni, er hann hefir iðkað, ekki til álita koma. Fyrir það tryggðrof, sem hann hefir sýnt, og þá synd, sem hann hefir drýgt, fyrir þær skal hann deyja.

25 En er þér segið: ,Atferli Drottins er ekki rétt!` _ þá heyrið, þér Ísraelsmenn: Ætli það sé mitt atferli, sem ekki er rétt? Ætli það sé ekki fremur yðar atferli, sem ekki er rétt?

26 Ef ráðvandur maður hverfur frá ráðvendni sinni og gjörir það, sem rangt er, þá hlýtur hann að deyja vegna þess. Vegna glæps þess, er hann hefir framið, hlýtur hann að deyja.

27 En þegar óguðlegur maður hverfur frá óguðleik sínum, sem hann hefir í frammi haft, og iðkar rétt og réttlæti, þá mun hann bjarga lífi sínu.

28 Því að hann sneri sér frá öllum syndum sínum, er hann hafði framið, fyrir því mun hann vissulega lífi halda og ekki deyja.

29 Og þegar Ísraelsmenn segja: ,Atferli Drottins er ekki rétt!` _ ætli það sé atferli mitt, sem ekki er rétt, þér Ísraelsmenn? Ætli það sé ekki fremur atferli yðar, sem ekki er rétt?

30 Fyrir því mun ég dæma sérhvern yðar eftir breytni hans, þér Ísraelsmenn, segir Drottinn Guð. Snúið yður og látið af öllum syndum yðar, til þess að þær verði yður ekki fótakefli til hrösunar.

31 Varpið frá yður öllum syndum yðar, er þér hafið drýgt í gegn mér, og fáið yður nýtt hjarta og nýjan anda. Því að hvers vegna viljið þér deyja, Ísraelsmenn?

32 Því að ég hefi eigi velþóknun á dauða nokkurs manns, _ segir Drottinn Guð. Látið því af, svo að þér megið lifa."

The One Who Sins Will Die

18 The word of the Lord came to me: “What do you people mean by quoting this proverb about the land of Israel:

“‘The parents eat sour grapes,
    and the children’s teeth are set on edge’?(A)

“As surely as I live, declares the Sovereign Lord, you will no longer quote this proverb(B) in Israel. For everyone belongs to me, the parent as well as the child—both alike belong to me. The one who sins(C) is the one who will die.(D)

“Suppose there is a righteous man
    who does what is just and right.
He does not eat at the mountain(E) shrines
    or look to the idols(F) of Israel.
He does not defile his neighbor’s wife
    or have sexual relations with a woman during her period.(G)
He does not oppress(H) anyone,
    but returns what he took in pledge(I) for a loan.
He does not commit robbery(J)
    but gives his food to the hungry(K)
    and provides clothing for the naked.(L)
He does not lend to them at interest
    or take a profit from them.(M)
He withholds his hand from doing wrong
    and judges fairly(N) between two parties.
He follows my decrees(O)
    and faithfully keeps my laws.
That man is righteous;(P)
    he will surely live,(Q)
declares the Sovereign Lord.

10 “Suppose he has a violent son, who sheds blood(R) or does any of these other things[a] 11 (though the father has done none of them):

“He eats at the mountain shrines.(S)
He defiles his neighbor’s wife.
12 He oppresses the poor(T) and needy.
He commits robbery.
He does not return what he took in pledge.(U)
He looks to the idols.
He does detestable things.(V)
13 He lends at interest and takes a profit.(W)

Will such a man live? He will not! Because he has done all these detestable things, he is to be put to death; his blood will be on his own head.(X)

14 “But suppose this son has a son who sees all the sins his father commits, and though he sees them, he does not do such things:(Y)

15 “He does not eat at the mountain shrines(Z)
    or look to the idols(AA) of Israel.
He does not defile his neighbor’s wife.
16 He does not oppress anyone
    or require a pledge for a loan.
He does not commit robbery
    but gives his food to the hungry(AB)
    and provides clothing for the naked.(AC)
17 He withholds his hand from mistreating the poor
    and takes no interest or profit from them.
He keeps my laws(AD) and follows my decrees.

He will not die for his father’s sin; he will surely live. 18 But his father will die for his own sin, because he practiced extortion, robbed his brother and did what was wrong among his people.

19 “Yet you ask, ‘Why does the son not share the guilt of his father?’ Since the son has done what is just and right and has been careful to keep all my decrees, he will surely live.(AE) 20 The one who sins is the one who will die.(AF) The child will not share the guilt of the parent, nor will the parent share the guilt of the child. The righteousness of the righteous will be credited to them, and the wickedness of the wicked will be charged against them.(AG)

21 “But if(AH) a wicked person turns away from all the sins they have committed and keeps all my decrees(AI) and does what is just and right, that person will surely live; they will not die.(AJ) 22 None of the offenses they have committed will be remembered against them. Because of the righteous things they have done, they will live.(AK) 23 Do I take any pleasure in the death of the wicked? declares the Sovereign Lord. Rather, am I not pleased(AL) when they turn from their ways and live?(AM)

24 “But if a righteous person turns(AN) from their righteousness and commits sin and does the same detestable things the wicked person does, will they live? None of the righteous things that person has done will be remembered. Because of the unfaithfulness(AO) they are guilty of and because of the sins they have committed, they will die.(AP)

25 “Yet you say, ‘The way of the Lord is not just.’(AQ) Hear, you Israelites: Is my way unjust?(AR) Is it not your ways that are unjust? 26 If a righteous person turns from their righteousness and commits sin, they will die for it; because of the sin they have committed they will die. 27 But if a wicked person turns away from the wickedness they have committed and does what is just and right, they will save their life.(AS) 28 Because they consider all the offenses they have committed and turn away from them, that person will surely live; they will not die.(AT) 29 Yet the Israelites say, ‘The way of the Lord is not just.’ Are my ways unjust, people of Israel? Is it not your ways that are unjust?

30 “Therefore, you Israelites, I will judge each of you according to your own ways, declares the Sovereign Lord. Repent!(AU) Turn away from all your offenses; then sin will not be your downfall.(AV) 31 Rid(AW) yourselves of all the offenses you have committed, and get a new heart(AX) and a new spirit. Why(AY) will you die, people of Israel?(AZ) 32 For I take no pleasure in the death of anyone, declares the Sovereign Lord. Repent(BA) and live!(BB)

Footnotes

  1. Ezekiel 18:10 Or things to a brother