Add parallel Print Page Options

Fyrir því hefur þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.

Vér vitum, að dómur Guðs er sannarlega yfir þeim er slíkt fremja.

En hugsar þú það, maður, þú sem dæmir þá er slíkt fremja og gjörir sjálfur hið sama, að þú fáir umflúið dóm Guðs?

Eða lítilsvirðir þú ríkdóm gæsku hans og umburðarlyndis og langlyndis? Veist þú ekki, að gæska Guðs vill leiða þig til iðrunar?

Með harðúð þinni og iðrunarlausa hjarta safnar þú sjálfum þér reiði á reiðidegi, er réttlátur dómur Guðs verður opinber.

Hann mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans:

Þeim eilíft líf, sem með staðfestu í góðu verki leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika,

en þeim reiði og óvild, sem leiðast af eigingirni og óhlýðnast sannleikanum, en hlýðnast ranglætinu.

Þrenging og angist kemur yfir sérhverja mannssál, er illt fremur, yfir Gyðinginn fyrst, en einnig hinn gríska.

10 En vegsemd, heiður og frið hlýtur sérhver sá er gjörir hið góða, Gyðingurinn fyrst, en einnig hinn gríski.

11 Því að Guð fer ekki í manngreinarálit.

12 Allir þeir, sem syndgað hafa án lögmáls, munu og án lögmáls tortímast, og allir þeir, sem syndgað hafa undir lögmáli, munu dæmast af lögmáli.

13 Og ekki eru heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur lögmálsins réttlættir verða.

14 Þegar heiðingjar, sem hafa ekki lögmál, gjöra að eðlisboði það sem lögmálið býður, þá eru þeir, þótt þeir hafi ekki neitt lögmál, sjálfum sér lögmál.

15 Þeir sýna, að krafa lögmálsins er rituð í hjörtum þeirra, með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra, sem ýmist ásaka þá eða afsaka.

16 Það verður á þeim degi, er Guð, samkvæmt fagnaðarerindi mínu, er ég fékk fyrir Jesú Krist, dæmir hið dulda hjá mönnunum.

17 En nú ert þú Gyðingur að nafni og styðst við lögmál og ert hreykinn af Guði.

18 Þú þekkir vilja hans og kannt að meta rétt það, sem máli skiptir, þar eð lögmálið fræðir þig.

19 Þú treystir sjálfum þér til að vera leiðtogi blindra, ljós þeirra sem eru í myrkri,

20 kennari fávísra, fræðari óvita, þar sem þú hefur þekkinguna og sannleikann skýrum stöfum í lögmálinu.

21 Þú sem þannig fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig? Prédikar þú, að ekki skuli stela, og stelur þó?

22 Segir þú, að ekki skuli drýgja hór, og drýgir þó hór? Hefur þú andstyggð á skurðgoðum og rænir þó helgidóma?

23 Hrósar þú þér af lögmáli, og óvirðir þó Guð með því að brjóta lögmálið?

24 Svo er sem ritað er: "Nafn Guðs verður yðar vegna fyrir lasti meðal heiðingjanna."

25 Umskurn er gagnleg ef þú heldur lögmálið, en ef þú brýtur lögmálið, er umskurn þín orðin að engu.

26 Ef því óumskorinn maður fer eftir kröfum lögmálsins, mun hann þá ekki metinn sem umskorinn væri?

27 Og mun þá ekki sá, sem er óumskorinn og heldur lögmálið, dæma þig, sem þrátt fyrir bókstaf og umskurn brýtur lögmálið?

28 Ekki er sá Gyðingur, sem er það hið ytra, og ekki það umskurn, sem er það hið ytra á holdinu.

29 En sá er Gyðingur, sem er það hið innra, og umskurnin er umskurn hjartans í anda, en ekki í bókstaf. Lofstír hans er ekki af mönnum, heldur frá Guði.

God’s Righteous Judgment

You, therefore, have no excuse,(A) you who pass judgment on someone else, for at whatever point you judge another, you are condemning yourself, because you who pass judgment do the same things.(B) Now we know that God’s judgment against those who do such things is based on truth. So when you, a mere human being, pass judgment on them and yet do the same things, do you think you will escape God’s judgment? Or do you show contempt for the riches(C) of his kindness,(D) forbearance(E) and patience,(F) not realizing that God’s kindness is intended to lead you to repentance?(G)

But because of your stubbornness and your unrepentant heart, you are storing up wrath against yourself for the day of God’s wrath(H), when his righteous judgment(I) will be revealed. God “will repay each person according to what they have done.”[a](J) To those who by persistence in doing good seek glory, honor(K) and immortality,(L) he will give eternal life.(M) But for those who are self-seeking and who reject the truth and follow evil,(N) there will be wrath and anger.(O) There will be trouble and distress for every human being who does evil:(P) first for the Jew, then for the Gentile;(Q) 10 but glory, honor and peace for everyone who does good: first for the Jew, then for the Gentile.(R) 11 For God does not show favoritism.(S)

12 All who sin apart from the law will also perish apart from the law, and all who sin under the law(T) will be judged by the law. 13 For it is not those who hear the law who are righteous in God’s sight, but it is those who obey(U) the law who will be declared righteous. 14 (Indeed, when Gentiles, who do not have the law, do by nature things required by the law,(V) they are a law for themselves, even though they do not have the law. 15 They show that the requirements of the law are written on their hearts, their consciences also bearing witness, and their thoughts sometimes accusing them and at other times even defending them.) 16 This will take place on the day when God judges people’s secrets(W) through Jesus Christ,(X) as my gospel(Y) declares.

The Jews and the Law

17 Now you, if you call yourself a Jew; if you rely on the law and boast in God;(Z) 18 if you know his will and approve of what is superior because you are instructed by the law; 19 if you are convinced that you are a guide for the blind, a light for those who are in the dark, 20 an instructor of the foolish, a teacher of little children, because you have in the law the embodiment of knowledge and truth— 21 you, then, who teach others, do you not teach yourself? You who preach against stealing, do you steal?(AA) 22 You who say that people should not commit adultery, do you commit adultery? You who abhor idols, do you rob temples?(AB) 23 You who boast in the law,(AC) do you dishonor God by breaking the law? 24 As it is written: “God’s name is blasphemed among the Gentiles because of you.”[b](AD)

25 Circumcision has value if you observe the law,(AE) but if you break the law, you have become as though you had not been circumcised.(AF) 26 So then, if those who are not circumcised keep the law’s requirements,(AG) will they not be regarded as though they were circumcised?(AH) 27 The one who is not circumcised physically and yet obeys the law will condemn you(AI) who, even though you have the[c] written code and circumcision, are a lawbreaker.

28 A person is not a Jew who is one only outwardly,(AJ) nor is circumcision merely outward and physical.(AK) 29 No, a person is a Jew who is one inwardly; and circumcision is circumcision of the heart,(AL) by the Spirit,(AM) not by the written code.(AN) Such a person’s praise is not from other people, but from God.(AO)

Footnotes

  1. Romans 2:6 Psalm 62:12; Prov. 24:12
  2. Romans 2:24 Isaiah 52:5 (see Septuagint); Ezek. 36:20,22
  3. Romans 2:27 Or who, by means of a